Archive for júlí, 2007

Í dag: fótbolti

júlí 30, 2007

Er í fríi í Köben og er að fara að horfa á HM í götufótbolta sem hefst hér í dag og mun eiga sér stað á Ráðhústorgi borgarinnar. Þessi lið leika aldrei á heimavelli. Hér munu mæta til leiks götustrákar og stelpur vítt og breytt úr fátækrahverfum stórborga heimsins sem hafa tekið upp á því að spila fótbolta á götunni og í bakgörðum borga sinna. Þetta mót er haldið með reglulegu millibili og hefur hjálpað mörgum fátækum unglingnum að öðlast sjálfstraust og trú á að það sé hægt að lyfta sér upp úr eymd fátæktar með þeirri blöndun einstaklingsframtaks og frumkvæðis ásamt samvinnu og liðsheildar, sem eru megin einkenni hópíþrótta á borð við fótbolta. Í dag er einnig úrslitaleikur í Asíumeistarabikarnum (Asia Cup) og mæta til þess leiks Írak og Sádí Arabía. Í liði Íraka eru Kúrdar, Shíar og Súnníar, sem leggjast á eitt við sigla liði sínu til sigurs með sameiginlegu átaki og uppbyggjandi baráttuvilja. Það þarf varla að taka fram að í hinu sundurtætta heimalandi þessara ungu manna (sem hafa allir misst ættingja og ástvini í þessum átökum) berast þessir sömu hópar á banaspjótum. Auk þess er búist við því að Írakar í Írak, af hvaða etnerni eða trúarstefnu sem er, muni sameinast yfir þessum fótboltaleik. Ef fótbolti getur hjálpað fátækum ungmennum til bjarga og stöðvað átök (þó aðeins um stundarsakir sé) þá bið ég bara um meiri fótbolta – og einnig um að hinn vaxandi þáttur græðgi og yfirgengilegs peningauasturs í evrópskum fótbolta verði endurskoðaður. Hver á skilið að fá 130.000 pund í laun á viku fyrir að spila fótbolta? Hvað réttlætir að leikmaður kosti 30 milljónir punda? Allt þetta er vert rannsóknarefni.

Fór á HM götubolta á Ráðhústorginu. Sá m.a. Portugal vinna Brasílíu, Líberíu vinna Finnland, Mexíkó vinna Tékka og Úkraínu bursta Chíle. Það voru fjórir leikmenn (af báðum kynjum) með markmanni og hvor hálfleikur var korter. Það var stórskemmtilegt að horfa á þetta og var mikil stemming meðal áhorfenda þangað til að skyndilegt skýfall fældi marga í skjól. Írak vann Sádí Araba í úrslitaleiknum um Asíubikarinn og varð allt vitlaust í Írak – á jákvæðan hátt, í smá stund. Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði fyrirliði Íraka að hann óskaði þess að Bandaríkjamenn hefði aldrei ráðist ínn í landið og að hann vildi að þeir færu sem fyrst. Pólitík, sjálfsmyndir og fótbolti.

Fór svo á enska búllu sem heitir Southern Cross, sem er krá stuðningsmanna Arsenal í Köben og sá mína menn leggja Inter Milan 2-1, þar sem Robin van Persie skoraði frábært sigurmark. Með þessum sigri unnu Arsenal Emirates bikarinn (það voru fjögur lið: Arsenal, Inter Milan, PSG og Valencia). Lið Arsenal sem er að ganga í gegnum algera endurnýjun spilaði mjög vel og einn ungur maður (17 ára), Kieran Gibbs, vinstri kantmaður sem virðist hafa dúkkað upp úr engu, fór illa með margan Ítalíumeistaran. Framtíðin lítur vel út í Grófinni þrátt fyri ýmsa svartsýnisdóma fjölmiðla á Englandi. Það þarf samt að kaupa alla vega tvo menn, vinstri kantmann og framherja.

Auglýsingar

Byrjun

júlí 29, 2007

Góðan daginn bloggheimar.

Þetta er fyrsta bloggfærslan hér og er tilfinningin eilítið eins og að tala við sjálfan sig. Þessi blogg er hugsaður sem vettvangur þar sem ég leiði hugan að ýmsum málum sem mér finnst athyglisverð. Það er aldrei að vita nema einhver/einhverjir séu til í að taka þátt. Þau mál sem ég mun væntanlega leiða hugann að tengjast almennt ýmsum þjóðfélagsmálum, mannfræði, einnig fótbolta og stjörnuspeki þegar það á við.

Ég hef stundað nám í mannfræði, á Íslandi og í Kaupmannahöfn og mun halda því áfram næstu árin (til doktorsgráðu) við H.Í. Sem hluta af MA námi vann ég vettvangsrannsókn á trúarbrögðum og véfréttum Biriformanna í norðvestur Ghana í vestur Afríku. MA ritgerðina og fleira tengt Birifor fólkinu má finna á þessu bloggi. Doktorsverkefni mitt mun fjalla um tvö trúfélög innflytjenda (eða nýbúa), múslima og búddista, á Íslandi. Þess má vænta að ég muni ræða um málefni því tengdu á þessum blogg, einkum þegar rannsóknin verður komin áf stað fyrir alvöru. Stjórmál og þjóðfélagsmál eiga áhuga minn á sama hátt og trúarbrögð: sem öfl í samfélaginu sem ekki er hægt að sniðganga, ekki frekar en hagfræði (sem ég hef reyndar ekki mikið vit á).

Einnig er líklegt að það muni slæðast hugrenningar um fótbolta, einkum þar sem enska félagið Arsenal FC kemur við sögu. Ég er forfallinn stuðningsmaður Skyttanna sem eru að ganga í gegnum mikla endurnýjun þessa dagana, eru með nýtt og ungt lið og munu vonandi halda áfram að heilla með hinum svokallaða Wengerball og með því gera atlögu að enska titlinum á þessari leiktíð. Þeir sem hafa ekki áhuga á fótbolta geta bara sleppt að smell á þann reit.

Hér líkur þessum stutta inngangi að mínu fyrsta fikti í bloggheimum. Sökum nýgræðingsháttar míns má örugglega búast við einhverjum tæknilegum hikstum, alla vega til að byrja með.

Becoming by acting

júlí 26, 2007

Short essay – 1998.

Download file

Enginn veit hvað átt hefur…

júlí 26, 2007

BA ritgerð 1998.

Lesa (PDF)

Thesis – The Emergence of Meaning

júlí 26, 2007

The thesis is a study of the divination practices of the Birifor of northwest Ghana.

In this study I focus on how meaning emerges from the unknown with the help of divination. The question is asked if humans have power to influence the balance between the two poles of the given and the possible and thus gain some control over fate. This implies the etiological questions of the ‘why’ and ‘how’ of the predicament of life and as such has a moral dimension.

A central factor in the study is the interplay, or ‘mirroring’ of the mundane and occult spheres of experience. In dealing with this I have looked at what R. Devisch has termed ‘structural causality’, i.e. the projection, or extrapolation of mundane afflictions upon a ‘screen’ of a cosmological system (shrines and spirits). This system acts as an ordering frame of reference in aiding people in understanding their situation and act on it in a meaningful way. Underlying this concept seems to me to be the importance of awareness of self and others and of the interconnectedness and unity of all aspects of life – patent and latent – making it easier to cope with what the fates throw in ones direction.

Articles on the Birifor people of North-Western Ghana

júlí 26, 2007

The following sections on the Birifor people of North-Western Ghana are based on fieldwork among the Birifor as well as on external sources. My fieldwork, which was conducted from September to December 1999, was part of a thesis on the divination practices of the Birifor. It was conducted in Western Gonja, primarily in Birifor territory in the vicinity of the big hinterland village of Kalba.

Articles in PDF format.