Byrjun

Góðan daginn bloggheimar.

Þetta er fyrsta bloggfærslan hér og er tilfinningin eilítið eins og að tala við sjálfan sig. Þessi blogg er hugsaður sem vettvangur þar sem ég leiði hugan að ýmsum málum sem mér finnst athyglisverð. Það er aldrei að vita nema einhver/einhverjir séu til í að taka þátt. Þau mál sem ég mun væntanlega leiða hugann að tengjast almennt ýmsum þjóðfélagsmálum, mannfræði, einnig fótbolta og stjörnuspeki þegar það á við.

Ég hef stundað nám í mannfræði, á Íslandi og í Kaupmannahöfn og mun halda því áfram næstu árin (til doktorsgráðu) við H.Í. Sem hluta af MA námi vann ég vettvangsrannsókn á trúarbrögðum og véfréttum Biriformanna í norðvestur Ghana í vestur Afríku. MA ritgerðina og fleira tengt Birifor fólkinu má finna á þessu bloggi. Doktorsverkefni mitt mun fjalla um tvö trúfélög innflytjenda (eða nýbúa), múslima og búddista, á Íslandi. Þess má vænta að ég muni ræða um málefni því tengdu á þessum blogg, einkum þegar rannsóknin verður komin áf stað fyrir alvöru. Stjórmál og þjóðfélagsmál eiga áhuga minn á sama hátt og trúarbrögð: sem öfl í samfélaginu sem ekki er hægt að sniðganga, ekki frekar en hagfræði (sem ég hef reyndar ekki mikið vit á).

Einnig er líklegt að það muni slæðast hugrenningar um fótbolta, einkum þar sem enska félagið Arsenal FC kemur við sögu. Ég er forfallinn stuðningsmaður Skyttanna sem eru að ganga í gegnum mikla endurnýjun þessa dagana, eru með nýtt og ungt lið og munu vonandi halda áfram að heilla með hinum svokallaða Wengerball og með því gera atlögu að enska titlinum á þessari leiktíð. Þeir sem hafa ekki áhuga á fótbolta geta bara sleppt að smell á þann reit.

Hér líkur þessum stutta inngangi að mínu fyrsta fikti í bloggheimum. Sökum nýgræðingsháttar míns má örugglega búast við einhverjum tæknilegum hikstum, alla vega til að byrja með.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: