Í dag: fótbolti

Er í fríi í Köben og er að fara að horfa á HM í götufótbolta sem hefst hér í dag og mun eiga sér stað á Ráðhústorgi borgarinnar. Þessi lið leika aldrei á heimavelli. Hér munu mæta til leiks götustrákar og stelpur vítt og breytt úr fátækrahverfum stórborga heimsins sem hafa tekið upp á því að spila fótbolta á götunni og í bakgörðum borga sinna. Þetta mót er haldið með reglulegu millibili og hefur hjálpað mörgum fátækum unglingnum að öðlast sjálfstraust og trú á að það sé hægt að lyfta sér upp úr eymd fátæktar með þeirri blöndun einstaklingsframtaks og frumkvæðis ásamt samvinnu og liðsheildar, sem eru megin einkenni hópíþrótta á borð við fótbolta. Í dag er einnig úrslitaleikur í Asíumeistarabikarnum (Asia Cup) og mæta til þess leiks Írak og Sádí Arabía. Í liði Íraka eru Kúrdar, Shíar og Súnníar, sem leggjast á eitt við sigla liði sínu til sigurs með sameiginlegu átaki og uppbyggjandi baráttuvilja. Það þarf varla að taka fram að í hinu sundurtætta heimalandi þessara ungu manna (sem hafa allir misst ættingja og ástvini í þessum átökum) berast þessir sömu hópar á banaspjótum. Auk þess er búist við því að Írakar í Írak, af hvaða etnerni eða trúarstefnu sem er, muni sameinast yfir þessum fótboltaleik. Ef fótbolti getur hjálpað fátækum ungmennum til bjarga og stöðvað átök (þó aðeins um stundarsakir sé) þá bið ég bara um meiri fótbolta – og einnig um að hinn vaxandi þáttur græðgi og yfirgengilegs peningauasturs í evrópskum fótbolta verði endurskoðaður. Hver á skilið að fá 130.000 pund í laun á viku fyrir að spila fótbolta? Hvað réttlætir að leikmaður kosti 30 milljónir punda? Allt þetta er vert rannsóknarefni.

Fór á HM götubolta á Ráðhústorginu. Sá m.a. Portugal vinna Brasílíu, Líberíu vinna Finnland, Mexíkó vinna Tékka og Úkraínu bursta Chíle. Það voru fjórir leikmenn (af báðum kynjum) með markmanni og hvor hálfleikur var korter. Það var stórskemmtilegt að horfa á þetta og var mikil stemming meðal áhorfenda þangað til að skyndilegt skýfall fældi marga í skjól. Írak vann Sádí Araba í úrslitaleiknum um Asíubikarinn og varð allt vitlaust í Írak – á jákvæðan hátt, í smá stund. Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði fyrirliði Íraka að hann óskaði þess að Bandaríkjamenn hefði aldrei ráðist ínn í landið og að hann vildi að þeir færu sem fyrst. Pólitík, sjálfsmyndir og fótbolti.

Fór svo á enska búllu sem heitir Southern Cross, sem er krá stuðningsmanna Arsenal í Köben og sá mína menn leggja Inter Milan 2-1, þar sem Robin van Persie skoraði frábært sigurmark. Með þessum sigri unnu Arsenal Emirates bikarinn (það voru fjögur lið: Arsenal, Inter Milan, PSG og Valencia). Lið Arsenal sem er að ganga í gegnum algera endurnýjun spilaði mjög vel og einn ungur maður (17 ára), Kieran Gibbs, vinstri kantmaður sem virðist hafa dúkkað upp úr engu, fór illa með margan Ítalíumeistaran. Framtíðin lítur vel út í Grófinni þrátt fyri ýmsa svartsýnisdóma fjölmiðla á Englandi. Það þarf samt að kaupa alla vega tvo menn, vinstri kantmann og framherja.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: