HM heimilislausra lokið

Þá lauk hinu frábæra HM móti í fótbolta heimilislausra laugardaginn 4. ágúst á Ráðhústorginu í borginni við sundið. Skotar unnu bikarinn sem Friðrik krónprins afhenti. Hans líf er alger andstaða hinna heimilislausu. Hann sem krónerfingi er bundinn við heimili sitt og föðurland – er í vissum skilningi ófrjáls. Hann getur ekki flutt eða breytt til þó svo hann langaði. Það yrði alla vega mikið mál. Hinir heimilislausu eru án fasts samastaðar en krónprinsinn er bundinn í báða skó, ef það má orða það þannig. Prinsinn er rótbundinn/fastur, heimisleysingjarnir eru rótlausir, á flótta undan óreyðu og ógæfu.

Ég horfði á marga leiki og voru margir þeirra mjög skemmtilegir og margir leikmenn ótrúlega góðir. Það er t.d. athyglisvert, og jákvætt að lið Líberíu, sem er ný risin úr langvarandi borgarastyrjöld (þar sem svona strákar voru notaðir sem hermenn og drápsmenn) og lið Zimbabwe, sem er ríki á barmi hruns, stjórnað af geðsjúkum einræðisherra, léku mjög flottan, öruggan og skipulagðan fótbolta. Einnig var athyglisvert að lið Kirgisistans var eingöngu skipað stelpum (það var einhver strákur til vara, danskur að ég held), sem spiluðu mjög vel.

Einhverjir höfðu orð á því að margir afrísku strákarnir væru í svo góðu formi og svo vel skipulagðir í leik sínum að þeir gætu ekki verið heimilislausir götustrákar. Einn af forsprökkum mótsins, og stofnandi, Skoti nokkur, svaraði því til að þessir strákar færu á fætur klukkan fimm á morgnanna til að æfa, því þeir vissu að með stífum æfingum, vinnu og elju tækist þeim mögulega að lyfta sér upp úr annars vonlausri stöðu. Það sem er frábært við þetta mót er að meirihluta þeirra sem hafa tekið þátt vegna þessarar afstöðu hefur tekist að umbreyta lífi sínu með þessu viðhorfi.

Það kom í ljós að nokkrir afrískir strákar höfðu horfið og síðast þegar ég vissi var orðrómur götunnar á því að þeir hefði farið til Svíaríkis. Hver getur láð þeim það. Mér fannst mikil skemmtun af þessu móti og manni hlýnaði um hjartaræturnar við að sjá bæði stuðning almennings/áhorfenda og þá staðreynd að yfir 80% af þeim einstaklingum sem hafa tekið þátt í þessari keppni síðustu árin hafa horfið til betri vega og tekist að hefja nýtt líf, sem er jú tilgangurinn með þessu móti. Eins og kjörorð mótsins segir: „48 teams, one goal“.

Mér fannst líka flott að sjá krónprinsinn standa með leikmönnum þeirra tveggja liða sem kepptu um HM titilinn á meðan þjóðsöngvar þeirra voru leiknir. Þetta hafði ákveðna táknræna þýðingu og Friðrik prins virtist fíla þetta í botn, eins og maður segir. Það hlýtur að hafa verið ólýsanleg tilfinning fyrir strák sem ólst upp í hryllingi borgarastyrjaldar í Líberíu eða stelpu sem hefur misst alla sína ættingja og ástvini vegna sjúkdóma eða átaka að taka þátt í svona atburði og fá alla þessa miklu athygli, vera hrósað og klappað fyrir og kvött áfram af alls kyns ókunnungu fólki sem lifir í allt öðrum heimi, heimi ofneyslu og öryggis, velsældar og ofgnóttar. Við getum ekki ímyndað okkar hvernig það er. Að vera vitni að þessu mikla menningarlega og félagslega átaki fyrir framan styttuna af Absalon biskupi hinum gyllta á framhlið ráðhússins var mikil upplifun og ógleymanleg, fyrir utan það að hafa komið mér skemmtilega á óvart, því ég hafði ekki hugmynd um að þessi atburður væri í gangi. Að lokum er hægt að fá upplýsingar um þetta mót hér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: