Afvegaleiddar öryggisaðgerðir

Ég rakst á þessa grein sem sýnir hversu langt „öryggisverðir okkar“ vilja ganga til að vernda okkur gegn okkur. Eða bara hafa okkur alla daga og nætur undir eftirliti. Hvaða öryggisfyrirtæki er hér um að ræða (sbr. næsta pistil hér á undan)? Eða með öðrum orðum: hvaða paranoid vitleysa er þetta? Hversu langt eiga þessir aðilar að fá að ganga til að gera okkur lífið leitt? Eins og segir í greininni þá verða margir stressaðir og „grunsamlegir“ þegar þeir sjá allt fullt af löggum og öryggisvörðum í kringum sig, mænandi á sig, þótt blásaklausir séu. Setja á okkur lygamæli án þess að við vitum það?!? Getur svona mæligræja séð hvort hinn stressaði sé að fara að rífast við skattinn, hafi verið að rífast við konuna eða er að koma niður af amfetamíni, eða ætli að sprengja heiminn í loft upp? Eða er bara taugaveiklaður að upplagi? Detta mér allar dauðar lýs úr hári! Þetta væri reyndar yfirgengilega fáránlegt ef ekki væri að svona græjum verður komið fyrir út um allan bæ (ef ekki nú þegar) með þeim afleiðingum að hinn yfirstressaði nútímamaður liggur allur undir grun um að hafa vafasamar hugsanir í hausnum og hættuleg áform á prjónunum. Mér finnst að fólk ætti að fara að rísa upp gegn þessari vöktunar og eftirlitsmaníu yfirvalda og einhverra öryggisfyrirtækja út í bæ, sem eru eingöngu að þessu peninganna vegna. Ef ég man rétt þá var það einhver af forsprökkum að stofnun USA og ritunar hinnar ágætu stjórnarskrár þeirra Kanamanna sem sagði að fólk sem fórnar frelsinu vegna öryggis ætti hvorugt skilið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: