„Við“ og slæðan „hinna“

Í þessari ágætu grein eftir mannfræðinginn Lila Abu-Lughod – sem er af palestínskum ættum og menntuð á vesturlöndum (m.a. Harvard) – er fjallað um ímyndir „okkar“ um hætti „hinna“. Höfundur hefur gert áratuga langar rannsóknir á heimi kvenna í miðausturlöndum, m.a. bedúínakonum í Egyptalandi. Það var hinn palestínski Bandaríkjamaður Edward Said sem gerði ítarlega grein fyrir þessari skynjun „okkar“ á „hinum“ í bók sinni Orientalism.

Lila Abu-Lughod notar slæðunotkun múslimskra kvenna og hina miklu umræðu – allt að því þráhyggjukennda – sem birtingamynd umræddrar ímyndar og skynjunar „okkar“ á „hinum“. Hún bendir m.a. á að sú hugmynd „okkar“ að allar slæðuberandi múslimskar konur séu þjakaðar af ofríki og kúgun karlaveldis, trúar og hefða, sé að mörgu leyti á misskilningi byggð. Hluti misskilningsins sé að vissu leyti grundvallaður á því viðhorfi „okkar“ að við séum komin lengra á einhverjum (af okkur skilgreindum) þróunarvegi en „hinir“ og að þeir þurfi á aðstoð okkar að halda til að öðlast aukið frelsi og upplýsingu. Með öðrum orðum, þá vitum „við“ betur hvað „hinum“ er fyrir bestu. Gerum við það?

Lila Abu-Lughod bendir á þá þrálátu staðalmynd sem við höfum varðandi blæjunotkun múslimskra kvenna, og sem slík hefur öðlast visst þráhyggjueinkenni í huga (og fjölmiðlum) „okkar“ í hvert sinn sem talið berst að menningarheimi múslima (eins og hann sé eitthvert einsleitt fyrirbæri). Hún bendir á að allt of oft sé litið fram hjá hinum mikla fjölbreytileika í reynsluheimi milljóna múslimskra kvenna ásamt hinum margvíslegu háttum hvað varðar notkun sjálfrar slæðunnar. T.d. er sú tegund sem þekkt er úr heimsins fjölmiðlum frá Afganistan, burka, svæðisbundið einkenni kvenna af Pashdun etnerni á landamærum Afganistan og Pakistan. Þessi tegund slæðu tíðkaðist á þessu svæði fyrir tíma Talibana sem og eftir. Það má minna á að Talibanarnir voru uppfinning USA/CIA í baráttunni fyrir frelsi heimamanna.

Lila Abu-Lughod álítur að leiðir fólks til frelsis/frelsunar séu jafn margar og fjölbreytilegar og fólkið sjálft. Að engin ein hugmynd eða aðferð sé öðrum æðri og henti öllum jafnt. Einnig varar hún við þeirri tilhneigingu „okkar“ til að vorkenna „hinum“ (vegna skorts á frelsi og þróun) og þá einkum og sér í lagi slæðuberandi múslimskum konum. Í stað þess að einblína á slæður ættum við að reyna að stuðla að réttlæti og friði í heiminum og einnig að hafa í huga hvaða áhrif afskipti „okkar“ (vestursins) af „hinum“ (miðaustrinu) hefur haft á pólitískt landslag svæðisins og hvaða þátt þessi afskipti eiga við myndun alls kyns (mismunandi mikilla) islamískra öfgahópa sem nota trúna sem pólitískt vopn í andspyrnu sinni gegn „okkur“ og „okkar“ áhrifum. Einn slíkur hópur eru Talibanarnir, skilgetið afkvæmi afskipta „okkar“ af „hinum“.

Þessi grein Lila Abu-Lughod er fín lesning fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast aðeins á bak við slæðuna alræmdu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: