Endurnýjun lífdaga

Þessi síða, eins og fram hjá öllum hefur farið, hefur verið í dvala síðan síðasliðið sumar en það er ekki út af því að tíminn hafi staði í stað og ekkert gerst. Það er ekki svo. Það er út af einhverju öðru. Hverju? Tja, ef ég vissi það. En nú stendur til að hefja þessa síðu til endurnýjunar lífdaga með hækkandi sól á Fróni og mun næsta færsla verða að veruleika innan skamms. Það er ekki ólíklegt að umfjöllunarefni síðunnar munu snerta Íslam og múslima á einhvern hátt þar eð ég er að stúdera þann heim þessa dagana, en ýmislegt annað mun skjóta upp kollinum. Það er spurning hvort maður nenni að eyða púðri á íslensk/reykvísk stjórnmál, eða hvaða nafni því skyldi nú gefa, þvílík lágkúra sem það er þessa dagana. Fótbolti, kannski, mínir menn Arsenal eru nú með fimm stiga forystu í deildinni og munu heimsækja ManU á OT í FA bikarnum á laugardaginn kemur og fá AC Milan í heimsókn á miðvikudaginn í næstu viku í CL. Spennandi tímar framundan á því sviði. Titilinn í ár? Því ekki það. Kemur í ljós í maí. Næsta færsla á leiðinni….

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: