Hugmyndafræði/flóð

Nokkrir smá punktar, meðan ég er á vatnspumpuvaktinni í kjallaranum. Fyrst langar mig að benda á þá mjög svo fínu umræðu um Kóraninn og íslam á Kóranbloggi Guardian. Þar skiptast margir áhugasamir og lærðir á skoðunum hvað varðar merkingu þessarar merku bókar. Fólk setur spurningamerki við margt, er ósammála um enn fleira en allt er á siðsamlegum nótum, fátt um öfgafull útbrot. Mæli með þessari sérstöku bloggsíðu fyrir áhugafólk um þetta viðfangsefni. En að allt öðru. Þar sem ég bograði yfir vatnspumpunni rifjaðist upp fyrir mér ákveðið atriði – út frá hræðsluhugmyndum „okkar“ um ógn Austursins meðal okkar. Ef litið er á 20. öldina og öll þau yfirgengilegu ógnarverk sem voru framin á því merka tímabili, liggur í augum uppi að þau trúarbrögð, og þær öfgar sem forrituðu þær skelfingar var vestræn veraldarhyggja (kommúnismi, nasismi, fasismi, og kapítalismi): Hitler, Stalín, Pol Plot, Franco, Pinoche, Maó, þarf að fara lengra? Svo maður minnist nú ekki á Nýlendustefnuna (sem hafði verið í gangi í hálft árþúsund – og er enn). Það má jafnvel nefna hinn hnattvædda kapítalisma nútímans í sömu andrá, sem hefur rústað heilu samfélögunum á okkar dögum. Það er ekki svo vitlaust að halla huganum aðeins að hlut þessara hugmyndafræða hvað varðar ómældar hörmungar af manna völdum. Sú ógn sem við teljum steðja af íslömskum ógnarverkamönnum (ég ætla ekki að taka hanskann upp fyrir ofbeldi af neinu tagi, aldrei) eru smámunir miðað við þann hrylling sem framinn var í nafni veraldarhyggjunnar á 20. öld, og oftast undir fána framfara. Hér er bara bent á þetta til að setja hluti í smá sögulegt samhengi. Kveikjan að þessum hugleiðingum, svona fyrir utan vatnspumpuna í kjallaranum, var fullyrðing greinarhöfundar í nýjasta Mannlífi um að ákveðin hræðsluáróðursbók dönsk væri „stórmerkileg og afar þörf“ um eitt mesta vandamál vesturlanda (sjá síðustu færslu). Við ættum að líta okkur nær hvað varðar ógnarverk og almenn illindi, „við“ höfum verið fullfær um að sinna þeim í gengum tíðina, og okkur hefur líka tekist bærilega í seinni tíð að flytja þá starfsemi til fjarlægra landa, undir sömu formerkjum og áður og fengið sumt af því í hausinn aftur. Þarf að fara niður og huga að flóðpumpunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: