Samfélag múslima í Mannlífi

Umfjöllun Mannlífs (31.jan.08) um „samfélag múslima á Íslandi“ var frekar fyrirsjáanleg og í stíl við þann gæðastaðal sem ríkir meðal margra álíka pésa. Á blaðsíðu 6 er mynd af ímynd „vonda kallsins“, Arabi með byssu og barn ásamt meðfylgjandi texta: „samfélag múslima á Íslandi“. Sem sagt, þetta er andlit þess samfélags. Undirliggjandi áróðurstækni klikkar ekki. Hvað er þessi inngangsmynd að segja okkur? Að barnið sé gísl vonda Arabans? Að vondi Arabinn sé að kenna barninu drápstækni, að innprennta illsku Íslam í saklausan huga barnsins? Og á Íslandi? Eða er þetta bara saklaust grín? OK, flettum áfram. Á bls. 26 er opnumynd frá bænahaldi múslima í húsakynnum (mosku) þeirra í Ármúlanum ásamt meðfylgjandi texta um að „málefni þeirra [hafi] farið nokkuð hátt að undanförnu[…]“. Er það þannig? Það var smá frétt í fjölmiðlum frá hátíð múslima (þar sem undirritaður var til staðar) á Íslandi um miðjan desember til minningar um fórn Abrahams ættfaðirs. Mikið meira hefur það nú varla verið, sú umræða, enda eru múslimar allt að ósýnilegur (og smár) hópur hér á skeri. Með þessari svuntu er ágætis viðtal við Salman Tamini, formann Félags múslima, enda er sá maður viðkunnalegur mjög. Á bls. 32 er ágætis viðtal við Brahim Boutarhroucht um konumissi og aðrar alvörur lífsins. Svo kemur grein um danska bók um íslamisma (og naívista) eftir danskt par sem eru yfirlýstir íslamófóbistar. Þessi bók virðist mega flokka undir hræðsluáróður (ég hef ekki lesið hana, en séð umfjöllun, og kannast við skoðanir höfundanna), og höfundur greinarinnar segir okkur að þetta sé „stórmerkileg og afar þörf bók“ um „alvarlegasta vandamál“ vesturlandabúa (hefur hún aldrei heyrt um G.W.Bush?). Með þessari grein eru tilvísanir í þekktustu hræðslumangara (scaremongers) á væng íslamófóbista. Síðan birtis vondi kallinn með byssuna og barnið aftur og reynist það vera afi með barnabarni sínu (íslensku) að gantast í Palestínu og með fylgir grein um uppgjör sonar (barnsins á myndinni) og föður (sonur vonda kallsins), þar sem ágreiningur um trúmál var kveikjan. Kannski að Freud ætti að kíkja á afann með byssuna. Að lokum er viðtal við múslimska konu, Ashura Ramadhan, frá Zansibar, sem finnst gott að búa á Íslandi. Með greininni er fín mynd af þessari huggulegu konu, en bíddu nú aðeins, hvar er slæðan? Berar axlir? Detta nú allar dauðar… Það er gífurlegur menningarlegur fjölbreytileiki innan vébanda hins „múslimska heims“ og það sést ágætlega á umfjöllun Mannlífs um nokkrar múslimskar sálir á Íslandi. En það er dæmigert að það er ekki hægt að bera þetta efni á borð öðru vísi en að krydda það með hræðsluáróðri og fordómum. Ætli umfjöllun um „samfélag kaþólskra“ mundi ganga án umfjöllunar um glæpi hennar á miðöldum eða barnaníðinga hennar á okkar dögum. Ætli dálkahöfundar Mannlífs sæju sig nauðbeygða til að hafa það með? Svari því hver sem vill.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: