Slæðan aftur

Einfaldur klútur sem konur vefja um höfuð sér, einkum múslimskar konur, er orðin miðpunktur umræðu á vesturlöndum. Tyrkir voru nýlega að breyta lögum varðandi slæðuna á þá leið að konum er leyfilegt að bera hana innan svæða háskóla, en það hafði verið bannað áratugum saman til að undirstrika hina veraldlegu (secular) stöðu tyrkneska ríkisins. Ég hef áður fjallað um þetta fyrirbæri á þessi bloggi en hér er aðeins öðru vísi nálgun.

Þetta einfalda höfuðfat, eða slæða, er farið að hafa ótrúlega mikla og táknhlaðna merkingu í Evrópu og Tyrklandi, sem skilgreina sig sem veraldleg (secular) menningarsvæði. Eins og áður hefur verið rætt, þá skiptir sköpum hvernig hlutir (eða fólk) eru skilgreindir. Er slæðan trúarlegt tákn múslimskra kvenna? Milljónir múslimskra kvenna ganga EKKI með slæðu. Er slæðan upprunalega skjól gegn sólarljósinu? Sandfoki? Er slæðan upprunalega menningarleg og með staðbundin einkenni? Ganga ekki margar eldri/trúaðar (kristnar) konur á Grikklandi, Spáni, Rússlandi og Ítalíu líka með slæður? Af hverju talar einginn um það? Slæðan virðist vera orðin fyrst og fremst tákn sjálfsákvörunaréttar ungra múslimskra kvenna í Evrópu, tákn menningarlegrar staðsetningar og sjálfsmyndarsköpunar. Á þann hátt má sjá slæðuna sem blöndu af pólitískri/menningarlegri staðhæfingu og tísku. Mini-pilsin á 7. áratugnum voru bæði tíska og tákn um aukið kynferðislegt frelsi kvenna samfara tilurð p-pillunnar. Að sumu leyti er slæðan orðin kvenfrelsistákn eins og mini-pilsin, þó birtingarmyndin sé ólík og pólitískur undirtónn sterkari, en að sama skapi hættulegur. Er þetta ekki líka spurning um vald á opinberu rými? Fer það kannski í taugarnar á „heimamönnum“ að „gestirnir/hinir“ skuli voga sér að setja svona áberandi og einkennandi svip á götumyndina? Þetta er kannski ekki svo einfalt. Þjóðríkið (t.d. Frakkland eða Tyrkland) vill þvinga ákveðna þjóðfélagshópa með lögum til að haga sér á ákveðinn hátt á forsendum ríkisins, þar sem hugmyndin er sú að allir eigi að lúta sömu kvöðum að ofan. Er ekki litið á slæðunotkun ungra (og oft vel menntaðra og upplýstra evrópskra kvenna) sem óþekkt eða allt að því uppreisn gegn ríkjandi gildum? Andspyrna gegn status quo? Það má líta á þetta frá ýmsum hornum, en að halda því fram að slæðan í þessu samhengi sé engöngu tákn kúgunar karlaveldisins og feðraveldistrúar er gróf einföldun og stenst ekki skoðun. Sumar konur ganga með slæðu vegna trúhneigðar en alls ekki allar. Slæðan er sem sagt orðið mjög öflugt og flókið tákn en það eru þeir sem vilja banna hana sem hafa gefið þessum klút þetta tákngildi. Þegar þrýstingur ríkisvaldsins verður of mikill gegn ákveðum hópum eykst andspyrnan að sama skapi: Því meira mál sem stjórnvöld gera úr slæðunni þeim mun útbreyddari verður hún, hún verður tákn menningarlegs sjálfstæðis og þjóðfélagslegs andófs. Tákn íhaldseminnar breytist í tákn félagslegrar óhlíðni.

Auglýsingar

3 svör to “Slæðan aftur”

 1. Jón Helgi Says:

  Skemmtilega pæling.

  Hvað með að tengja þetta saman við eftirlitsmyndavélar sem í dag er víða litið til sem öryggisþáttar – þær eru að finna í miðborginni og er ekki metfjöldi þeirra í miðborg Lundúna. Ef eitthvað kemur uppá þá má spila upptökur og bera kennsl á andlit – eru það rök gegn slæðum? Spyr sá sem ekki veit!

  Jón Helgi

 2. Kristhors Says:

  Rök gegn? Þeim mun meiri ástæða til ð hylja andlit sitt, með slæðu eða lambhúshettu eða skeggi og sólgleraugum.

 3. Erla Sigurðardóttir Says:

  Eins og talað úr mínu hjarta. Mér hefur fundist fólk einblína um of á slæðuna sem kúgunartákn (enginn lætur alskegg karlanna fara í taugarnar á sér), og einhver falskur tónn vera í því þegar svartstakkar hér í landi bera fyrir sig orðum eins og ‘kvenfrelsi’, ég hélt ekki að það orð væri til í þeirra hugarheimi. Uffe Ellemann Jensen nefndi þetta þegar ég tók viðtal við hann í fyrra. Hann sagði að ef ‘þessir prestar í Danska þjóðarflokknum’ væru svona fixeraðir á slæður/klúta þá gætu þeir sjálfir farið að ganga með hálsklúta og helst binda þá fyrir munn sér svo enginn heyrði það sem þeir væru að tuldra í ræðustól þingsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: