Sharía eða ekki sharía

Mikið fjaðrafok fór í gang í landi Engla og víðar þegar erkiklerkur ensku biskupakirkjunnar lét þau orð flakka, yfir hausamótunum á lærðum laganna og kirkjunnar mönnum, að hin íslömsku sharíalög gætu virkað samhliða almennum breskum lögum, í vissum tilfellum (aðallega í hjúskaparmálum og öðrum tengdum málum). Biskup orðaði það þannig að þessi staða væri óhjákvæmileg og að sharía dómstólar væru í raun starfandi í Englandi á þennan hátt. Hann tók fram að gyðingar í Englandi starfræktu hliðstæðan dóm. Fulltrúar ríkisvaldsins settu sig strax í viðbragðstöðu og undirstrikuðu að landslög giltu jafnt fyrir alla. Sem þau gera, eða gera þau það (Jón og séra Jón, en það er önnur Ella). Maður að nafni Asim Siddiqui (hægt að gúggla hann), enskur múslimi sem er það sem kallast „professional“, hefur, einn af mörgum, kommenterað á tölu biskups . Hann bendir á að sharía hafi svo breyða skírskotun sem höfði bæði til persónulegra sem opinberra þátta, og sé mjög svo opin fyrir túlkunum, allt eftir stað og stund (þ.e. skv. menningarlegu og sögulegu samhengi) að það sé mjög vafasamt að staðhæfa um sharía í svart/hvítum vendingum og vafasömum alhæfingum byggðum á vankunnáttu og fordómum (t.d. um steinkast og afhöggnar hendur). Hann bendir einnig á að flestir megin þættir sharíalaga falli að mestu leyti að breskum lögum. Þeir þættir sharía sem biskupinn fjallaði einkum um snúa að fjölskyldu- og fjárhagsmálum, þ.e. borgaralegum málum. Samkvæmt Asim Siddiqui dettur engum heilvita manni í hug að ætla að virkja forna refsidóma (sbr. hér að ofan) í nútíma samfélagi. Íslömsk sérákvæði varðandi viðskipti hafa fyrir löngu verið felld inn í bresk viðskiptalög, svo dæmi sé tekið. Hvað varðar fjölskyldulöggjöf þá eru flestir múslimar á því að sharíalög gildi svo fremi sem þau brjóti ekki bresk lög. Konur í skilnaðarmálum hafa sóst eftir að útkljá sín mál fyrir sharía dómara, fyrst og fremst til að fá brúaðarauðinn endurgreiddan, nokkuð sem bresk lög dekka ekki, en er samt ekki ólöglegt samkvæmt þeim. Það er álit flestra breskra múslima, skv. Asim, að þegar „íslömsk lög“ stangast á við bresk lög, verði þau íslömsku að víkja. Með öðrum orðum, biskupinn var ekki að mæla með því að fólk verði grýtt eða handhöggvið, en umfjöllun hans, sem þótti nærgætin, en nokkuð akademísk, enda um flókið mál að ræða, var snúið alla vega (aðallega á haus) í æsipésum enskum, eins og þeim er einum lagið. Það skal tekið fram að ummæli klerks féllu í misgóðan jarðveg meðal breskra múslima og voru margir ósammála honum, þannig að í þessu máli eins og mörgum öðrum eru múslimar ekki einhver „einn“ hópur, heldur jafn fjölskrúðugur og margradda og allir aðrir. En biskupinn kom af stað þarfri umræðu um að þróun sögunnar er hreyfing og breytingar og mönnum er best að vera vakandi og bregðast við á meðvitaðan og skynsaman hátt svo sagan stingi þá ekki af.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: