Fitna farsinn – frelsisþjófar

Ég rakst á nokkrar blaðagreinar um „mynd“ hollenska hægri öfgamannsins Geert Wilders, Fitna. Á vef Danmarks Radio , er frétt um komandi lögsókn Kurt Westergaard (Múhameðsteikningar, muniði?) gegn Geert Wilders vegna „þjófnaðar“ hans á teikningum KW af spámanninum (hvað er þetta með þessa hægri öfgamenn, af hverju þurfa þeir alltaf að stela frá öðrum?). Þetta er næstum því fyndið. Danskur „islamforsker“ segir í Politiken að þessi „mynd“ fjalli ekki um tjáningarfrelsi heldur eingöngu til að ögra fólki. Sama sagði hægrikonan Hirsi Ali. OK? Danski pólitíkusinn Naser Khader vill meina að „myndin“ sé í fyrsta lagi léleg og illa gerð og finnst asnalegt að stjórnvöld í Hollandi séu að skipta sér af þessu (hrædd við útflutning á túlipönum??). Hvað með að Wilders sé asnalegur, eða bara asni? Þessi „mynd“ sé ófrumleg endurvinnsla á gömlum klisjum og hann ypptir bara öxlum yfir kjánaskapnum. Demogogus Primus Dana, hægrifanatíkerinn Pia Kjærsgaard, reynir að æsa sig upp og segja okkur að við höfum „rétt“ til að móðga og ögra af því að öfgamenn séu raunveruleiki. Flott rök. En besta greinin er eftir breskan múslim sem ég hef talað um áður, sem er Ali Eteraz. En hann skrifar skemmtilega íróníska grein um þessa svokölluðu „mynd“ og gefur henni falleinkun, í fyrsta lagi fyrir ófrumlegheit og hugmyndafátækt (=“ritstuldur“, hægri öfgamenn aftur!). Það besta við „myndina“ sé soundtrackið eftir Tjækofskí. Ég mæli með þessari ágætu grein (og öðrum pistlum Ali Eteraz) sem konklúderar eiginlega á því að „idiots recognise one another“, og á þar við danspör eins og Wilders og „Íslamista“ sem nærast á hatri hvors annars. Einnig bendir Ali á að „mynd“ Wilders sé léleg eftirlíking (enn einn þjófnaður (ritstuldur) hægri öfgamanna, hvað er þetta eiginlega!?!) á óteljandi áróðursvídeóum öfgafullra Íslamista, en sé lélegri og viðvaningslegri, fyrir utan soundtrackið, sem sé byggt á vögguvísu frá Georgíu. Leiðtogar múslima í Hollandi hafa ásett sér að þegja þetta „listaverk“ í hel og langflestir múslimar hrista bara hausinn yfir þessum Hannesi Hólmsteini þeirra Hollendinga. Er ekki komið að því að menn hætti þessum fíflagangi og hætti að nota „tjáningafrelsi“ sem gólftusku eða klósettpappír? Mér er bara spurn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: